Halló,halló !
Eyjafarar löngu komnir heim og ég ætlaði að vera löngu búin að segja ykkur frá ferðinni okkar. En allavegana þá byrjaði föstudagurinn 2 maí á því að koma prinsunum mínum í leikskólann og svo var farið að ná í hana Þórdísi til mömmu sinnar . Þaðan var haldið upp í kirkjugarð til að láta pabba og systu fá ferðatösku strákanna og kerru fyrir Sigurð og bílstóla hehe. Svo var haldið heim til okkar og náð í restina af farangrinum hennar Þórdísar sem var svefnpoki og dýna og svo var öllu skellt útí bíl og haldið af stað við að keyra Þórdísi í ÍR heimilið þar sem hún ætlaði með rútu til Þorlákshafnar með öllum stelpunum úr liðunum þeirra. Það var nefnilega ekki nógu flott að ferðast með okkur foreldrunum hehe. En svo héldum við Styrmir af stað til Þorlákshafnar og ætluðum að hitta alla þar, við fórum nefnilega bara á okkar vegum til að vera til staðar fyrir dóttur okkar en ekki sem fararstjórar . Þar að auki ætluðum við að nota tímann til að vera ein og engin börn nálægt nema þau sem voru á mótinu. Og við gistum á hótel Þórshamari og Þórdís og hinar stelpurnar í liðinu gistu í Hamraskóla í Eyjum.
Jæja, þegar við svo enduðum í Herjólfi þá var sko 1 sjóveikistafla á liðið, en sem betur fer þá var barasta fínt veður alla leiðina og margt að tala um og skoða og sjá en allt endar og þá fór manni að leiðast að sitja í Herjólfi í 2 tíma og 45 mínútur. En loksins var komið á áfangastað og allir gengu frá borði. Best að vera ekkert að flýta sér frá borði því að maður kemst einhverntímann frá borði , það var svo troðið að við Styrmir ákváðum á bíða bara róleg þar til allir voru farnir og þá fórum við líka hehehe. Þá fórum við Styrmir á hótelið og tékkuðum okkur inn,svo fórum við aðeins að labba og skoða okkur um, og ég borgarstelpan á háhæluðum stígvélum (það var sko ekki að ganga upp og ég að drepast í fótunum ) ,þá römbuðum við inn á Olís og þar fann ég þessa líka flottu strigaskó á 990 krónur og ég keypti þá,sem betur fer því að ég átti sko eftir að ganga mikið þessa helgi. Svo fórum við og fengum okkur pizzu á Cafe María og það var sko góð pizza skal ég segja ykkur. Jæja svo fórum við aftur á hótelið til að hvíla okkur áður en við færum að horfa á fyrsta leikinn hjá Þórdísi og ég ætlaði nú bara rétt að loka augunum en svo bara þegar ég vaknaði þá var klukkan að verða 8 um kvöldið og liðið hennar Þórdísar átti að spila klukkan 8 , þannig að nú var bara eitt í stöðunni og það var að skella sér í útifötin og storma út um dyrnar og reyna að ná áður en leikurinn væri búinn , en þetta hófst hjá okkur það voru bara búnar 6 mínútur af leiknum þegar við komum á staðinn. Allt fór vel að lokum og þær unnu fyrsta leikinn og það með nokkra marka mun. Svo fóru stelpurnar aftur í skólann til að slaka á og fara snemma að sofa og við kallinn röltum aftur að hótelinu en ákváðum svo að koma við á bar og fá okkur smá í glas og enduðum svo á hótelinu aftur klukkan að verða 1 um nóttina því að það var svo gaman hjá okkur því að við bara komumst á spjall við fullt af fólki og höfðum gaman af því. Á laugardeginum þá vöknuðum við og fórum niður í morgunverð á hótelinu og borðuðum yfir okkur það var svo gott að fá eitthvað annað en það sem maður fær sér alltaf heima hjá sér. Svo fór Styrmir aftur upp á herbergi og lagði sig og ég settist niður í matsalnum og las aðeins, Styrmir fór svo um hádegið á Cafe María og horfði á fótboltann en ég fór í göngutúr og labbaði á Skansinn en það er þar sem Tyrkir komu á land þegar Tyrkjaránið var hér á Íslandi , en þá rændu þeir um 200 manns og drápu aðra. Það var mjög gaman að skoða þetta allt og svo labbaði ég að Pompei Norðursins en það er þar sem húsin fóru öll undir hraun í gosinu. Mikið er rosalega gaman að skoða svona staði og fræðast aðeins um svona lagað. Mig langar að fara aftur til Eyja og vera þá lengur og geta farið í skipulagðar ferðir og skoðað svona það helsta. Svo spiluðu stelpurnar aðra leiki og unnu annan þeirra en töpuðu þeim seinni. Á sunnudeginum léku þær einn leik og töpuðu honum en það var nú eitthvað spúkí við það. Það var nefnilega í leiknum þá meiddi ein stelpan sig og tíminn var ekki stöðvaður í 10 sekúndur en var svo stoppaður og á loka sekúndunum þá gefur ein stelpan í liðinu hennar Þórdísar á hana Helenu sem hendir boltanum frá sér í markið um leið og leiktíminn er búinn og markið dæmt af því að hún var ekki búin að henda áður. SVINDL. (finnst mér allavegana) Svo var farið heim með Herjólfi klukkan 4 og það var nú ekkert voða gott í sjóinn en við sátum bara í bíósalnum alla leiðina og fundum voða lítið fyrir veltingnum hehe .Náðum svo í hana Þórdísi í ÍR heimilið og keyrðum hana til mömmu sinnar og fórum svo að ná í prinsana til pabba og systu og þá voru þeir bara nýbaðaðir og fínir . Þá slapp ég við það . Fórum svo bara snemma að sofa því að við vorum alveg búin á því að vera í fríi frá börnum og heimili . Það er nefnilega svona , maður finnur ekki fyrir þreytu þegar daglegt amstur er og engar breytingar en um leið og maður er einn og gerir eitthvað annað en að amast yfir börnum þá er komið allt annað áreyti á mann og maður er barasta búinn á því .
Annars gerðist nú voða lítið yfir vikuna, kallinn að vinna næturvaktir og ég að vinna á daginn ,strákarnir í leikskólanum og bara dagleg rútína . En núna er föstudagur 9. maí og ég fór í sveitaferð með strákana í leikskólanum í dag og það í allri þessari rigningu, það var eins og hellt úr fötu. Við skoðuðum fullt af dýrum og þeir léku sér og svo var grillað og borðað og spjallað og haft gaman . En allir kvörtuðu yfir veðrinu en svo var bara reynt að gera það besta úr öllu . Svo var farið heim og þegar heim var komið þá náði ég í Þórdísi til mömmu sinnar og svo Styrmir Hrafn í Bakkasel og svo bara heim að slaka á . Nú eru öll börnin sofnuð og ég er á leiðinni uppí rúm því að ég er alveg búin á því . Ég er nefnilega búin að vera að lakka eldhúsgluggann hjá mér sem ég ætlaði að vera löngu búin að en lét svo verða af því að byrja á þessu á miðvikudagskvöldið og kláraði það í gær . Ég ætlaði nú að gera 3 umferðir en þess var ekki þörf og þetta kemur bara vel út og svo er bara að mála eldhúsið og þá er allt að komast í lag og verða flott hérna hjá okkur. En núna ætla ég að fara að sofa því að það þarf að vakna snemma í fyrramálið það er nefnilega helgi og þá vakna dýrin snemma . það er enga grið að fá frá mínum prinsum hehe
Bið að heilsa þar til næst. Ætla svo að biðja systu að hjálpa mér að setja inn myndir frá Eyjum.
Tenglar
Fjölskylda
- Sigurður Jóhann Styrmisson Barnaland
- Jón Arnór Styrmisson Barnaland
Vinir
- Snjólaug María Jónsdóttir Uppskriftablogg
- Íris Ósk Kjartansdóttir
Eldri færslur
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verð að skrifa eitthvað fyrst að ég var að kvarta yfir þessu áðan :) En það var nú gott að þið skemmtuð ykkur svona vel í "útlandinu" næst förum við bara saman til Eyja og skoðum allt sem er hægt að skoða, líka barinn :)
Sjáumst svo á eftir og ég er komin með vatn í munninn af þessum krásum sem þú ætlar að bera á borð í kvöld.
Snjóa (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.