Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

HHHHHHHHHMMMMMMMM!!!!!!!!!!!!

Jæja hvað segið þið nú annars?

Ég segi nú barasta allt ágætt miðað við hvað er að gerast hjá okkur.En við ætlum ekkert út í þá sálma hérna. Ef ykkur langar að heyra meira um það sem er að gerast þá verðið þið bara að hafa samband við mig í gegnum síma og ég segi ykkur fréttir þá.

En núna þá sit ég ein í stofunni og karlinn er að vinna og verður að gera það í alla nótt.Hann Sigurður minn er kominn með enn eina kvefpestina og hann er kominn á lyf en honum líður ekkert of vel það er nefnilega svo mikið kvef ofan í honum að honum finnst eins og hann þurfi að æla en getur svo ekkert gert því er nú ver og miður . Bara að hann gæti losað sig við eitthvað af þessu kvefi þá myndi honum líða betur. En svona er þetta.

Ótrúlegt að hugsa til þess að núna í ár þá mun hann Jón Arnór minn byrja í sex ára bekk. Guð hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst nú bara eins og það hafi verið fyrir mánuði síðan að ég kom með hann heim af fæðingardeildinni pínulitlum prins sem svaf út í eitt. Tíminn flýgur víst áfram.

Ég er nú búin að vera ósköp ódugleg að skrifa bloggið mitt og líka á barnaland hjá strákunum. En ein vinkona mín ætlar að fara að breyta síðunum þeirra á barnalandi og setja þær saman í eina síðu í staðinn fyrir tvær síður.Þannig að þá verður miklu skemmtilegra að skoða og ekki eins mikið vesen við að fara alltaf á báðar síðurnar.

En ég hef nú eiginlega ekkert meira að segja nema það að mígrenisköstin mín eru að koma aftur á fullu krafti eftir að hafa legið niðri síðan ég varð ólétt af honum Jón Arnóri. En núna koma þau sem sagt aftur.

Jæja nú hef ég ekkert meira að segja í bili og ég vona að ég komi aftur fljótlega og geti sagt þá frá einhverju meiru.

Bið sem sagt að heilsa ykkur í bili og heyrumst fljótt aftur. (VONANDI)Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband