Duglegust í heimi :)

Halló,halló !

Hvað segist svo? Lokins,loksins er ég komin aftur til að blogga aðeins. HeheWink Best að nota tímann til að blogga á meðan hádegismaturinn mallar á hellunni og piltarnir horfa á video.

Það er frí í leikskólanum hjá strákunum en það verður nú lítið gert því að hann Jón Arnór minn er veikur,nældi sér í hálsbólgu og kvef. En það eru skipulagsdagar í leikskólanum hjá drengjunum svo að þeir eru í fríi alveg þar til á mánudaginn í næstu viku.O MY GOD þetta verður skrautlegt .

Vitiði það að ég er búin að vera voða dugleg síðustu kvöld, ég er nefnilega búin að setja inn fullt af myndum á síðurnar hjá strákunum á barnalandi og ég setti slóðirnar á síðurnar hjá þeim inn í tenglana mína fyrir þá sem vilja skoða þær. GrinJá og svo er ég líka búin að skrifa aðeins í vefdagbókina hjá þeim.

En heyriði ég gleymdi nú alveg að segja ykkur frá einu þegar ég skrifaði síðast hérna á síðuna mína um sumarbústaðaferðina okkar.Það sem mig langaði að segja ykkur er að hann Jón Arnór minn var svo duglegur þarna í sumarbústaðnum ,hann fór nefnilega í kaf þegar hann var í heita pottinum ,hann er nefnilega alveg rosalega vatnshræddur og er búinn að vera það síðan hann var rúmlega eins árs gamall. Þannig er nú mál með vexti að hann var hjá dagmömmu frá eins árs aldri og þar til hann varð 2 ára. Og þegar hann var hjá henni í desember þegar hann var 1 árs og 2ja mánaða gamall þá voru krakkarnir þar að mála fyrir okkur foreldrana ramma með mynd af þeim til að gefa okkur í jólgjöf.En allavegana þá lét dagmamman þau í bað á eftir allt máleríið og það hefur örugglega eitthvað komið fyrir þar því að síðan þá hefur verið algjör kvöl og pína að koma drengnum í bað hvað þá að fara með hann í sund eða að barasta að fá að þvo honum.Það hefur bara ekkert vatn mátt fara í augun á honum þá varð hann alveg brjálaður en svo þar á móti þá tóku baðtímar aldrei meira en 5 mínútur því að hann vildi ekki vera í baði. Núna er allt að gerast og hann barasta fór í kaf og allar græjur. Mikið er ég stolt af mínum prins. Þetta er allt að koma og svo stekkur hann líka svona flott á milli kanta á pottinum. LoL

Hann Sigurður minn er aftur á móti ekkert vatnshræddur og er brjálaður þegar hann er tekinn úr baðinu til að þurrka honum og klæða hann svo í náttföt. En nú orðið fara þeir bræður saman í bað og finnast það voða gaman.

Núna ætla ég að fara að skrifa aðeins meira undir myndir á síðunum hjá strákunum og við heyrumst fljótlega aftur.

Bið að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband