Búin að vera voða dugleg um helgina.

Hæ , hæ.

Já ég er sko búin að vera voða dugleg um helgina . Til að byrja með þá náði ég í stjúpbörnin mín á föstudaginn og við fórum saman að ná í Jón Arnór og Sigurð á leikskólann og fórum svo þaðan til Snjóu vinkonu og svo í labbitúr út í Bónus . Þegar klukkan var um hálf sex þá komum við heim til okkar og elduðum mat , horfðum á Bandið hans Bubba og strákarnir fóru svo að sofa , við þórdís horfðum smá á sjónvarpið en svo fór hún að sofa og ég prjónaði í smá stund og fór svo að sofa .

Á laugardaginn var nú dagurinn tekinn snemma þar sem synir mínir geta ekki sofið út og leyft mömmu sinni að sofa aðeins lengur en á virkum dögum . Krakkarnir fóru öll út að leika sér frá klukkan hálf ellefu (ótrúlegt en satt þá fóru þau út að leika og voru úti í EINN OG HÁLFAN KLUKKUTÍMA ) og komu inn aftur um tólf leytið að borða hádegismat . Tengdó kíktu í kaffi og svo þegar þau fóru þá fórum við krakkarnir að ná í Jóhönnu systir og við fórum niður í bæ . Lögðum við Hallgrímskirkju og gengum niður Laugarveginn , lölluðum aðeins um bæinn þar til að Snjóa hringdi og hitti okkur og þá löbbuðum við að tjörninni og ætluðum sko að vera voða góð að gefa öndunum brauð að borða , en viti menn ! Þær höfðu sko barasta engan áhuga á brauði því að allt um kringum þær flaut brauð á vatninu og þær litu ekki við því , við sáum að þær voru nú ekkert svangar og enginn tilgangur með að pína meiru brauði ofan í  þær . Þannig að við ákváðum að fara bara í Hafnarfjörðinn og gefa öndunum þar brauð , kannski vildu þær eitthvað að borða . Svo var brunað af stað og lagt við verslunarmiðstöðina og lallað út að Lækjarskóla til að gefa öndunum brauð , að vísu ætlaði Styrmir Hrafn að gefa MÖRGÆSUNUM brauð en við hin öndunum . LoLGrin 

Jæja svo var haldið heim á leið og þegar heim var komið þá héldu krakkarnir áfram að vera úti og komu inn um hálf sjö til að borða kvöldmat .(Hann Sigurður minn var sko ekkert á því að koma inn og vildi bara vera úti .)En inn komu þau og borðuðu með bestu lyst eins og þau hefðu aldrei fengið að borða áður því að sjálfsögðu voru allir svangir eftir viðburðarríkan dag . Svo fór Sigurður að sofa um átta leytið og ég held að það hafi tekið hann um 5 sek að sofna , svo þreyttur var hann . Jón Arnór , Þórdís og Styrmir fengu svo að fara út í búð að kaupa smá nammi til að hafa með myndinni sem við horfðum svo á saman en svo fóru strákarnir að sofa og við Þórdís vöktum aðeins en meikuðum nú ekki að vaka mikið lengur en strákarnir og vorum komnar upp í rúm um 10 leytið og fórum bara að sofa alveg eins og pjakkarnir .

Í dag ,sunnudag þá var dagurinn líka tekinn snemma að sjálfsögðu .Þau eldri fóru í bað því að stefnan var tekin á að fara austur á Flúðir í afmæli hjá honum Viktori Loga . Vakti eiginmanninn um hádegið og svo var lagt að stað austur um hálf tvö . Fengum nú margt gott að borða í afmælinu og borðuðum eiginlega bara á okkur gat þannig að við gátum ekki hreyft okkur ,svo fórum við heim um fimm leytið og Styrmir skutlaði Þórdísi og Styrmi til mömmu sinnar áður en hann fór að vinna . Ég kom strákunum í rúmið og settist hér við tölvuna til að blogga aðeins .

En nú held ég að ég sé búin að segja frá öllu sem ég hef verið að gera síðustu daga , þannig að ég kveð ykkur að sinni og við sjáumst seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband