Þessu trúið þið ekki .

Dagurinn byrjaði ósköp venjulega , strákarnir vaktir , klæddir og komið í leikskólann . 'Eg mætti í vinnuna kl: 8:30 .

Klukkan 9:09 hringir gemsinn hjá mér , Suðurborg stendur í glugganum , hvað nú hugsa ég með mér og svara . Þá var sagt: "Guðbjörg ? Þetta er Bjargey á Suðurborg , hann sonur þinn Sigurður var að ÆLA . " Díses það á ekki að ganga af okkur . Jæja því næst hringi ég í kallinn og læt hann ná í drenginn í leikskólann og þar er sagt við hann að strákurinn hafi verið að borða graut og svo bara farið að æla . ÆJÆJÆ , kannski fékk barnið bara klígju við þessum graut eða eitthvað , kannski bara ekki svangur og þar að auki er hann með mikið kvef og gerir ekki annað en að hósta einhverju ógeði uppúr sér . Svo kom drengurinn uppí vinnu til mín um hádegið og þá var búið að vera allt í lagi með hann og hann lék á alls oddi . Hjá mér borðaði hann heilt rúnstykki með skinku og osti og fannst það mjög gott . Jæja svo kom babb í bátinn , engin bleyja og strákurinn bakaði þetta líka þvílíka fyrir okkur og við í vinnunni vorum að kafna , nú voru góð ráð dýr . Strákurinn bleyjulaus og fötin vel blaut , einhvern veginn varð ég að komast heim með drenginn þannig að honum var nú bara skellt í blaut fötin aftur og það bleyjulaus og brunað heim með hann til að láta hreina bleyju og þurr föt . Erfiðast var að halda honum vakandi á leiðinn heim en það tókst . Svo þegar allt var komið í lag þá fórum við í bíltúr og Sigurður steinsofnaði og svaf í rúman klukkutíma .

Svo gerðist nú voðalega lítið það sem eftir lifði dags . Nú er kvöldmatur hjá okkur og ég er að fara í bíó með vinkonu minni . Kallinn heima með strákana , ég held að hann hafi nú barasta gott af því . ER ÞAÐ EKKI RÉTT HJÁ MÉR ?WinkGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband