Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sko mig barasta :)

Já sko mig barasta 2 blogg á 2 dögum.

Nú ætti systa að vera stolt af mér!Wink En allt í lagi með það,ég gleymdi nefnilega að segja í gær frá því að ég sótti um skóla handa honum Jón Arnóri mínum hann er nefnilega að byrja í skóla í haust.

Þannig er mál með vexti að hann á að fara í Fellaskóla en við Styrmir viljum það ekki heldur viljum við að hann fari í Hólabrekkuskóla.Þar mun hann vera með öllum vinum sínum úr leikskólanum því að þeir fara allir í Hólabrekkuskóla.Ég fór meira að segja að tala við skólastjórann í Hólabrekkuskóla og spurði hvort að hann fengi ekki inngöngu þar því að við værum akkúrat í miðjunni í Vesturberginu og erum því á gráu svæði.Hún sagði mér þá að ég gæti sótt skólavist handa honum í Hólabrekkuskóla en til vara um Fellaskóla,svo yrði bara að koma í ljós hvernig færi.

Svo erum við nú bara búin að liggja í magapest Sick og núna var systa að tilkynna mér að hún væri lögst í magapestina.Vorkunn til hennar Kissing.

Núna ætla ég að fara að kaupa öskudagsbúninga handa prinsunum mínum en þeir ætla að vera sjóræningjar.

Svo átti Sunna vinkona afmæli þann 17.febrúar og ætlar að halda uppá það í kvöld.Ég ætla nú að reyna að mæta til hennar ef að kallinn verður ekki kallaður í aukavinnu hjá Strætó.

En núna hef ég eiginlega ekkert meira að segja þannig að við sjáumst bara næst þegar ég blogga og það verður bráðlega því að ég ætla að segja frá öllu sem er búið að ganga á í gegnum árin.Mér persónulega finnst ég hafa staðið mig eins og hetja að þola þetta svona lengi.En meira um það seinna.

Bið að heilsa að sinni.Wink

Kveðja Heart


Kominn tími á blogg :)

Jæja þá er víst kominn tími á smá blogg.Tounge

En það er ansi mikið búið að ganga á hérna hjá okkur fjölskyldunni.Þannig að ég er að spá í að læsa blogginu mínu og þið sem viljið fá lykilorð verðið bara að biðja um það.En ég ætla að fara að blogga um það sem er búið að vera í gangi hér hjá okkur í gegnum árin og svo núna síðastliðið hálfa árið.Einhvern veginn verð ég að koma þessu frá mér og ég get ekki haldið þessu inní mér lengur,svo að ég ætla að blogga um það áður en ég verð alveg klikkuð á þessu öllu saman.Þannig að næst þegar ég blogga þá verður það um það sem er búið að vera að gerast.

En núna ætla ég að skrifa um eitthvað barasta.

Styrmir er búinn að vera að vinna rosalega mikið síðustu vikur og ég er nú barasta eins og grasekkja.Strákarnir eru búnir að vera veikir,Sigurður Jóhann var nú veikur í næstum því 3 vikur með kvefpest sem hann náði ekki úr sér og fékk enn einu sinni barkabólgu en ég er orðin svo sjóuð í því að heyra einkennin áður en barkabólgan verður slæm að ég næ að fara með hann á neyðarvaktina á barnaspítalanum áður.Svo þegar Sigurður var að verða góður þá veiktist hann Jón Arnór minn af flensunni.Þeir fóru báðir upp í um 40 stiga hita og Sigurður Jóhann fór upp í 40,8 stiga hita og þá lá hann nú bara og mókti,litla greyið mitt,þetta var hræðilegur dagur þegar hann hafði svona háan hita og engu hægt að koma ofan í hann því að hann vildi barasta ekki neitt að drekka,ekki einu sinni ís og þá er minn sko veikur þegar hann neitar ís því að það er uppáhaldið hans,og ég held að hann gæti lifað á því ef hann fengi það.

Helgina 13-15 fór maðurinn minn í bústað með vinum sínum á smá þorrablót sem þeir héldu saman.Til stóð að ég og önnur vinkona mín færum með þeim því að hún og einn vinur Styrmir voru par en svo 2 vikum fyrir helgina þá slitu þau sambandinu og ég var ekki að nenna að fara ein með strákunum.Þá bað vinkona mín mig um að koma með á þorrablót hjá Strætó útí Viðey en ég var ekki alveg að meika það,vantaði þar að auki pössun og alles.En kallinn minn keypti bara miða handa mér og þar með fór ég með henni til Viðeyjar á þorrablót og það var geggjað gaman.Maturinn var æðislegur og ég borðaði sko á mig gat og var alveg að springa að við lá að ég ylti frá húsinu og niður á höfn þegar farið var heim aftur um kvöldið.Svo lá leiðin í partý og þaðan á Players þar sem við dönsuðum fram á rauða nótt og geggjað gaman hjá okkur.Svo fórum við í partý til Ingu vinkonu eftir Players og vorum þar í smá stund en svo fór ég heim og var komin heim um rúmlega hálf 6 um morguninn.Langt síðan ég fór að djamma svona og hvað þá að vera svona lengi.En þetta var alveg æðislegt,og langt síðan ég hef hlegið svona mikið.Sunnudagurinn var soldið þreyttur og ég hefði alveg þegið að sofa lengur en í 4 tíma og svo að fá prinsana og þeir voru sko fullir af orku.Fór með systu í bæinn og við keyptum bakkelsi og fórum með til ömmu okkar að fá okkur góðgæti.Komum svo heim og náðum í Styrmir og fórum svo í hamborgarahrygg hjá pabba.Pabbamatur er nú alltaf góður.Við Styrmir ætluðum svo að horfa á DVD upp í rúmi en viti menn ég sofnaði klukkan 9 yfir myndinni.Svona var ég þreytt.

Jæja svo var bara vinna vikuna á eftir og ég var ógó dugleg því að ég þvoði bílinn minn og bónaði hann allan.Þegar ég var búin þá var komið þessi leiðinlega rigning að ég var sko ekki að tíma að fara með bílinn út svona fínan en lét mig hafa það.

Stjúpsonur minn varð svo 11 ára þann 18.febrúar.

Þann 19.febrúar fengum við nú ansi leiðinlegar fréttir,en hún Ása okkar,frænka Styrmis lést þá um nóttina.Hugur okkar er hjá þér elsku Ása okkar og þín verður sárt saknað.Guð blessi þig.KissingCrying

En núna ætla ég að hætta í bili og næst blogga ég um hitt málið sem ég talaði um í byrjun.Jæja nú heyrist eitthvað í systu,hún er alltaf að skamma mig fyrir að hafa bloggin mín svona löng.HEHE

Jæja bið að heilsa að sinni.

Kveðja til ykkar.Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband