Jæja loksins komin aftur!!
Já ég er sko búin að ferðast mikið um landið í sumar og það var alveg rosalega skemmtilegt. Og núna er sumarfríið alveg að verða búið en því líkur núna á þriðjudaginn og þá sný ég aftur til vinnu og drengirnir í leikskólann. Þetta er allt of fljótt að líða. En eins og ég sagði þá er ég búin að ferðast mikið og ferðalagið byrjaði á því að á föstudeginum 18.júlí þegar við Jóhanna systir ákváðum bara allt í einu að skella okkur norður á fjölskylduhátíð þar sem það var svo gott veður þar.Eins var verið að grilla í vinnunni þann daginn svo að við vorum í grillinu en svo var brunað heim og ferðafötin tekin til og pakkað niður í hendingskasti því að við ætluðum að leggja af stað ekki seinna en 2. En viti menn.Við lögðum ekki af stað fyrr en klukkan 5 og svo var bara keyrt í hendingskasti norður og ég held að Jóhanna hafi brotið allar umferðarreglur sem til eru á leiðinni. Nei,nei ég segi bara svona en við vorum allavegana blikkaðar af lögreglunni fyrir of hraðan akstur en ekkert meir. HEHE Það var nú spurning um hvort að við myndum ná 9 ferjunni um kvöldið en við rétt náðum og það var sko bara af því að það var verið að hýfa um borð í ferjuna 2 fellihýsi þannig að við gátum affermað bílinn og komið öllu um borð og Jóhanna gat lagt bílnum og hlaupið um borð og um leið og hún steig um borð var hliðinu lokað og ferjan lagði af stað frá bryggju. Pjúff Það var svo rosa gaman á hátíðinni,Jóhanna og Jón Arnór tóku þátt í ratleik ásamt Möggu og Móniku og urðu svo í fyrsta sæti og fengu gullmedalíu í verðlaun. Mikið var ég stolt af stráknum mínum og nú er bara að mæta aftur að ári og vinna aftur HAHA Svo fórum við heim á sunnudeginum og strákarnir fóru svo í leikskólann og byrjuðu svo í sumarfríi á föstudeginum 25.júlí. Þá var haldið af stað í hringferð um landið með þá og byrjað á því að fara norður,gistum á tjaldsvæðinu í Hrafnagili þá um nóttina því að það var ekki hægt að leggja það á strákana að vera lengur í bílnum en við ætluðum að fara í Ásbyrgi en þangað fórum við á laugardeginum. Strákarnir skemmtu sér mjög vel og við sváfum í tjaldvagni sem við fengum lánaðan hjá ömmu Boggu og afa Sigga. Ég held að þeir hafi barasta aldrei sofið eins vel og þessa daga sem við vorum í tjaldútilegu en þeir sváfu út alla daga,mikið var þetta gott. Á sunnudeginum fórum við í bíltúr út á langanes og skoðuðum okkur um þar . Keyrðum að Skálum á Langanesi en þaðan er tengdafaðir minn. Það var rosa gaman að skoða sig um þar og koma þarna,og núna eru strákarnir búnir að koma og sjá hvaðan afi þeirra er og svo næsta sumar verður bara farið með alla fjölskylduna þangað líka og hinum börnunum líka sýnt þetta. Vonandi verður þá betra veður líka en það var rosa þoka og kuldarok. Svo var farið aftur í Ásbyrgi og vorum þar eina nótt í viðbót og svo á mánudeginum fórum við til Egilsstaða og þar hittum við Davíð og bróður hans og grilluðum okkur góðan mat með þeim og litum aðeins inn á pöbbinn þar og Sigurður sofnaði í kerrunni sinni. Jóhanna systir fékk svo svona heiftarlega í bakið að það var ekkert venjulegt. Þannig að ferðin styttist um einn dag. Á þriðjudeginum lá leið okkar til Víkur í Mýrdal og fórum á Höfðabrekku til ættingja okkar og vorum þar eina nótt og fórum svo heim á miðvikudegi sem var mjög gott því að þá gat ég átt eina kvöldstund með eiginmanninum áður en hann færi á næturvakt kvöldið eftir. Allir voru sko búnir á því eftir þetta langa ferðalag og sofnuðu snemma þá um kvöldið.
Um verslunarmannahelgina fór ég í sumarbústaðinn okkar með strákana og þar voru líka amma og afi ,Sirrý og Árni og Guðbjörg, og pabbi að Jóhanna . það var rosa gaman á laugardagskvöldinu var kvöldvaka og brenna og ég og Guðbjörg fórum í reipitog og okkar lið vann . Á sunnudeginum fórum við Guðbjörg með strákana í dýragarðinn á Slakka en hin fóru inn í landmannalaugar. Svo var bara lesið og spilað og haft það gott. Farið var svo heim á mánudeginum og svo náði ég í hann Styrmir Hrafn því að hann átti að vera hjá okkur í 2 vikur . Að vísu átti Þórdís Tinna líka að vera en hún vildi vera hjá frænku sinni í Hveragerði og það fékk hún. Styrmir Hrafn fékk að fara á hestanámskeið vikuna eftir verslunarmannahelgina og það fannst honum rosalega gaman.
Þann 08.08.08 giftu Berglind mágkona sig og Ragnar og þetta var svo æðislegt brúðkaup að ég grét í kirkjunni þegar ég sá hana koma inn og eins þegar kom á kossinum en þá gleymdi hún sér og ætlaði bara að snúa sér við og setjast niður en Raggi greip þá í hana og kyssti hana bara . HAHA Svo var veisla í félagsheimilinu á Flúðum og dansað langt fram á nótt. Á laugardeginum varð svo amma mín 80 ára og þá var veisla þar. Styrmir kláraði svo næturvaktirnar sínar á aðfaranótt þriðjudagsins og þá fórum við í bústað en Þórdís kom ekki með því er nú ver og miður því að okkur var farið að hlakka til að hitta hana og hafa gaman með öllum börnunum en hún vildi bara vera í Hveragerði hjá frænku sinni. Svo fór Styrmir Hrafn til mömmu sinnar aftur á mánudeginum 18. ágúst og ég slæptist bara með strákunum og Styrmir vann .
Á föstudaginn var okkur boðið í matarboð til Sigurjóns og Ingu og barnanna þeirra og við grilluðum öll saman og það var rosa gaman.
Á menningarnótt fórum við svo í bæinn um 7 leytið og fengum okkur að borða á eldsmiðjunni og fórum svo á Miklatún á tónleikana þar og hlustuðum á Jet black joe og Ný dönsk, mikið er gaman að heyra aftur í þessum hljómsveitum því að ég held að ég hafi ekki heyrt í þeim bara í mörg ár. En allavegana þegar tónleikarnir voru búnir þá löbbuðum við niður á sæbraut til að sjá flugeldana og það var sko sjón að sjá þetta var alveg geggjað. En hann Sigurður minn var pínu hræddur við lætin og fór að gráta en svo sofnaði hann bara og það var sko gott, því að lætin urðu bara meiri þegar líða tók á flugeldana. Hann Jón Arnór stóð sig nú vel hélt bara fyrir eyrun og svo þegar það var gengið aftur að bílnum sem var lagður upp við Laugardalslaug þá sofnaði minn maður barasta,svo rétt rönkuðu þeir við sér við að vera settir í bílinn og eins þegar heim var komið en voru svo líka fljótir að sofna aftur í rúmunum.
En núna er litli maðurinn minn að vakna eftir að hafa sofið í tvo og hálfan tíma þannig að ég segi bara bless í bili og sjáum þegar við sjáumst.
Bless,bless bið að heilsa ykkur öllum.
Tenglar
Fjölskylda
- Sigurður Jóhann Styrmisson Barnaland
- Jón Arnór Styrmisson Barnaland
Vinir
- Snjólaug María Jónsdóttir Uppskriftablogg
- Íris Ósk Kjartansdóttir
Eldri færslur
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.