Mikið búið að vera að gera og að gerast.

Halló ! Hvað segist svo !?

Það er nú bara allt fínt að frétta héðan á mínum bæ .Að vísu er hann Sigurður minn búinn að fá streptakokka enn eina ferðina og líka barkabólgu og endaði á að fá 2 vikna pennsillín skammt og svo 3 daga steratöflur (12 töflur ) á dag . Gaman ,gaman eða hittó heldur . En þetta er nú allt að koma og hann er mættur aftur í leikskólann . Það gerði hann í síðustu viku . Svo á fimmtudaginn 10 apríl fórum við fjölskyldan í sumarbústað í Munaðarnesi og vorum þar yfir helgina . Mikið var nú gott að komast úr borginni. Svo kom vinafólk okkar á föstudeginum til okkar og voru hjá okkur og þá var nú mikið brallað .

En svo á laugardeginum þá lenti hann Styrmir maðurinn minn í því að hann Sigurður potaði puttanum á sér upp í augað á honum þannig að það lak bara vökvi úr því og svo bara stokkbólgnaði hann allt í kringum augað . Ég lenti svo um kvöldið með hann á heilsugæslunni í Borgarnesi . Og þar fékk hann deyfingu í augað og skánaði strax. Svo sýndi læknirinn mér rispuna á auganu á honum og þetta var sko ekkert smá stór rispa . Alveg frá miðdeplinum í auganu og svo niður allt augað. Hann endaði á því að fá 5 daga augnsmyrsli sem var pennsillín . Ekki gat hann unnið þannig og var því heima í faðmi fjölskyldunnar og naut þess líka . En hann er nú farinn að vinna .

Svo erum við Þórdís líka búnar að vera að selja klósettpappír og ýmislegt fleira því að hún er að fara að keppa í handbolta um mánaðarmótin í Vestmanneyjum . Og við erum því búnar að vera að safna fyrir því og nú er bara að bíða eftir því að fá vörurnar til okkar svo að við getum nú farið að keyra út til fólksins sem er búið að panta hjá okkur og borga okkur .

En núna hef ég nú eiginlega ekkert meira að segja þannig að ég segi bara bless núna og sjáumst vonandi  fljótt aftur.

See ya.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband