Páskafrí . Gleðilega páska allir saman .

Loksins , loksins  komið páskafrí . LoLLoL

Nú er miðvikudagur og það hefur nú lítið gerst síðan á sunnudaginn nema það að ég nældi mér í gubbuna Sick þá um nóttina . Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að hætta , sitjandi á hækjum mér á hálftíma fresti , gaman , gaman . Eða hittó . Það var allavegana lítið sofið þá nóttina . En kom svo strákunum í leikskólann á mánudagsmorgni og svo var skriðið aftur heim og lagst upp í rúm til að hvíla lúin bein og lúinn skrokk . Legið svo og bara slakað á og reynt að njóta þess að vera barnslaus til klukkan 4 og fór þá að ná í pjakkana mína af leikskólanum . Gerði nú voða lítið þann daginn . 

Á þriðjudaginn vöknuðum við fyrir allar aldir eins og vaninn er á þessu heimili , þar sem hann Jón Arnór minn sér til þess að enginn sofi of lengi og hafi það of gott . Jæja , kom strákunum á leikskólann og fór í vinnu enn með magapínu en bara að bíta á jaxlinn sagði einhver vitur maður . Á dagskránni var 1 jarðarför í vinnunni þannig að Styrmir (maðurinn minn ) náði í strákana í leikskólann og lék við þá þar til ég kom heim . Ekki var nú kvöldmaturinn upp á marga fiskana , aðeins AB mjólk og brauð . Hann Sigurður minn var nú ekki á því að borða og var með stæla en ekki leið á löngu þar til við fengum að vita ástæðuna fyrir því . Hvað haldið þið að hafi komið fyrir barnið !!Crying Að sjálfsögðu hafði hann nælt sér í gubbuna Sick , bara svona til að vera með mömmu sinni , nema hvað . Við héldum að þetta ætlaði engan enda að taka hjá grey barninu , svona gekk þetta á hálftíma fresti alla nóttina . Að sjá barnið engjast og kveljast svona , þetta var alveg hræðilegt . Jæja , ég fór svo ósofin í vinnu í morgun og þurfti að þrífa í kapellunni og allt skrifstofuhúsnæðið hjá okkur því að það var að koma páskafrí hjá okkur . Wink

Kom svo heim um hádegið eftir að hafa farið upp í leikskóla og náð í allt dótið sem strákarnir áttu þar . Styrmir fór þá að vinna í Bakkaseli sem er frístundaheimili hjá Breiðholtsskóla . Það átti nefnilega að fara í húsdýragarðinn með allt liðið , Jón Arnór fékk að fara með pabba sínum í vinnuna og við Sigurður horfðum á Latabæ , Söngvaborg og Stubbana (2 sinnum) , (guð hvað ég er orðin þreytt á þessum Stubbum ) . Best að fara að kynna barninu fyrir öðrum teiknimyndapersónum eða bara öðru myndefni Smile . Jæja , svo komu Styrmir og Jón Arnór heim um klukkan að verða hálf 6 og ég fór að hafa kvöldmatinn til . Hann Jón Arnór minn tilkynnti mér það líka að nú ætlaði hann sko að fara oftar með pabba sínum í vinnuna því að það var sko voða gaman hjá þeim í dag .

Styrmir fór svo út á bar að horfa á einhvern fótboltaleik (ekki fyrir mig ) og ég kom Sigurði í rúmið og hann var sko ekki lengi að sofna eftir að síðasta nótt var nánast svefnlaus hjá okkur öllum (mikið hlakkar mig til að komast upp í rúm og fara að sofa á eftir , ég er farin að bíða eftir því ). Ég held að ég sé farin að sjá rúmið í hillungum ég er allavegana farin að pikka alla stafi vitlaust hér á tölvuna og þarf að leiðrétta allt sem ég segi hér .

Jæja , Jón Arnór fór svo að sofa um hálf 10 og ég horfði á sjónvarpið og fór svo að segja ykkur frá því sem hefur borið á góma síðustu daga hjá mér . En núna hef ég eiginlega ekkert meira til að tala um þannig að ég kveð ykkur að sinni .

Bless ,bless . GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR SAMAN .WinkLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Jæja hvað segirðu um að koma með eitt stykki blogg takk fyrir  þó svo að ég hitti þig á hverjum degi, það er að segja þegar við erum ekki veikar  hehe. Langar að fá að vita hvað pjakkarnir eru að gera af sér!!!

Jóhanna Arnórsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:31

2 identicon

Skelltu mér inn sem vinur er komin með bloggsíðu sem að ég ætla að reyna að vera dugleg við að vesenast í. Engar daglegar færslur en alla vega annað slagið

 

kv Snjóa 

Snjólaug (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband