Strákarnir í leikskólanum , ég í vinnunni og eldhúsglugginn undirbúinn fyrir lökkun.

Jæja dagurinn byrjaði nú ósköp vel , drengirnir vaktir , klæddir , og komið í leikskólann og allt gert á mettíma . Svo mætti ég í vinnuna og systa var löngu mætt en pabbi var enn heima sofandi þar sem hann kom heim úr jeppaferð um miðja nótt . Þannig að kallinn þurfti nú að fá að sofa aðeins . Jæja vinnudagurinn leið og ég fékk að fara um 3 leytið til að fara niður í Domus Medica til að ná í læknisvottorð handa drengjunum til að fá niðurfellingu á leikskólagjöldum , því að mér finnst nú ansi hart að vera að borga fullt gjald í dagvistun á leikskóla þegar að börnin eru veik í meira en 4 vikur og mínir drengir þeir toppuðu þetta eins og allir vita . Jæja svo náði ég í drengina og við litum í smá heimsókn til ömmu minnar og drösluðum nú aðeins til og fórum í smá boltaleik og mikið hlegið að því , hann Sigurður Jóhann alveg kúveltist af hlátri og Jón Arnór gat ekki gripið boltann frá bróður sínum því að hann hló svo mikið að honum . En svo var haldið heim á leið .

Þegar heim kom fóru strákarnir inn að leika sér , eiginmaðurinn ( hann Styrmir )út í búð að kaupa í kvöldmatinn , svo var matnum skellt í sig og að honum loknum var drengjunum hent í bað . Við Styrmir byrjuðum svo að slípa eldhúsgluggann og að grunna hann því að ég er að fara að lakka hann , voða fín að vinna með grímu og læti .

Jæja svo var drengjunum komið í bólið og ég held að þeir hafi sofnað um leið því að ekki heyrðist múkk meir í þeim . Við Styrmir héldum svo áfram okkar vinnu . WinkSmile

Mér finnst ég nú hafa verið ansi dugleg svona allavegana til að byrja með að blogga aðeins og fólk hafði sko enga trú á mér að ég gæti þetta . LoLLoL Sá hlær best sem síðast hlær . Grin Jæja komið nóg í kvöld , heyrumst seinna ég ætla að henda mér í sturtu og hafa það gott med min mand .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband