Loksins , loksins komumst við út .

Heil og sæl .

Loksins , loksins komumst við mæðginin út eftir 5 vikna veikindi þar sem við lögðumst öll eitt af öðru . Annars eru þessar 5 vikur búnar að vera alveg ömurlegar kannski komnir 5 dagar þar sem synir mínir hafi mætt í leikskólann og getað verið úti að leika sér eins og önnur börn . Hann Sigurður minn byrjaði að leggjast í ælupestina og svo tók hann Jón Arnór minn við . Þá sömu nótt og Jón Arnór varð veikur fékk ég streptakokkasýkingu í hálsinn og yfir 42 stiga hita , ég hélt hreinlega að ég væri að deyja . Jæja svo jafnar hann Sigurður sig og fer á leikskólann í nokkra daga en þann 25. febrúar þá fór hann í nefkirtlatöku og fékk rör í eyrun , síðan þá er hann búinn að vera veikur því að hann smitaðist af honum Jón Arnóri sem fékk innflúensuna á meðan Sigurður var að jafna sig að kirtlatökunni. og hann er búinn að liggja í 3 vikur með flensuna . En loksins í dag þá komumst við loks út undir bert loft og gátum aðeins hreyft okkur enda orðin föl og vesæl af allri inniverunni . Svo þegar við vorum nú búin að spóka okkur í Rúmfatalagernum og Ikea þá fórum við í mat til þeirra Snjóu vinkonu og Elyassar sonar hennar . Svo komum við heim og Sigurður fór að sofa og hann var sko ekki lengi að sofna , ég held að hann hafi sofnað áður en höfðið lagðist á koddann sem er nú mjög gott , og nú er víst kominn tími til að láta Jón Arnór í rúmið því að bræðurnir fá að fara á leikskólann strax í fyrramálið og mikið hlakkar mig til . Þá fer líka að komast aftur regla á þetta heimili . LoL

Jæja ég hef nú eiginlega ekkert annað að segja í bili þannig að ég segi bara bless , bless og sjáumst seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband