Veikindi . Enn eina ferðina.

Sæl og blessuð öll sömul !

Það er nú ósköp lítið búið að gerast síðan ég skrifaði hér síðast , nema hann Sigurður minn er enn eina ferðina orðinn veikur . Byrjaði á mánudagskvöldið og átti voða bágt með að anda greyið mitt litla . Það var voða þungur andardráttur hjá honum þannig að ég fór með hann aðeins út á svalir um miðja nótt eins og var búið að segja mér að gera ef að svona gerðist . Jæja ekki lagaðist andardrátturinn hjá honum svo að við reyndum að sofna aftur upp í rúmi en þá bara byrjaði hann að æla glærum vökva sem sagt vatni og slími . Það var nú lítið sofið því að við enduðum frammí stofu og sváfum þar til klukkan 7 . Fór svo með hann til heimilislæknisins eftir hádegið og þar fékk ég að vita að hann væri kominn með barkabólgu (ég vissi það nú þegar því að hann fékk hana líka  í október ) . Hann fékk ekkert meðal og ég átti bara að sjá til hvernig hann yrði á miðvikudeginum og athuga hvort hann myndi nú ekki bara lagast . Ekki skánaði stráksi og hitinn hækkaði bara , hann fór upp í 40 gráður og enginn stíll lækkaði hitann . Þá hringdi Snjóa vinkona fyrir mig niður á barnavakt á Domus og spurði hvort að það væri laust pláss hjá þeim en allt var fullt þar . Svo fór hún að lísa fyrir þeim hvernig stráksi væri og þá var sagt : "heyrðu , það var að losna hérna hjá okkur , komdu klukkan korter yfir 9 í kvöld . (Fyndið hvernig það losnaði bara allt í einu hjá þeim , bara sí sona . )

Jæja , mættum á vaktina og hittum þar æðislegan lækni sem heitir Úlfar Agnarsson og þar var barnið skoðað hátt og lágt og endaúrskurður var : slæmir streptakokkar og slæm barkabólga . Læknirinn gerði meira að segja streptakokkaprófið 2 x til að vera viss . Fórum út frá lækninum með lyfseðla upp á 2 vikna pennsillinskammt og steratöflur . Svo lá leiðin í apótekið á háaleitisbraut og þar var beðið eftir lyfjunum og barnið beið út í bíl á meðan hjá langömmu sinni sem kom með sem andlegur stuðningur . Allt í einu var kallað : Fyrir Sigurð ! heyrðu það er ekki til steratöflurnar hér hjá okkur þú verður að fara niður í Lyfju Lágmúla þær eru til þar . Krist. Hvað á maður að þurfa að fara í mörg apótek áður en maður fær allt sem manni er skaffað . Komum svo heim klukkan að verða 11 að kvöldi og þá var eftir að koma meðulunum ofan í barnið en sem betur fer þá gekk það vel . Svo var prinsunum komið í rúmið . Sigurður svaf til klukkan að verða 3 um nóttina en þá vaknaði hann og leið illa þannig að ég tók hann bara uppí til mín því að öll orka var búin hjá mér við að hlaupa á milli herbergja . Gasp

Jæja sem betur fer þá leið honum nú betur strax á miðvikudagsmorgninum og hitinn hafði lækkað . Vorum bara að dúlla okkur við að horfa á video og leika allan daginn . Svo var komið að lyfjatíma eftir kvöldmat og til að byrja með þá fékk hann pennsillinið og það fór nú bara hálf skeið upp í hann því að hann sló í skeiðina um leið og ég setti hana að munninum á honum , ekki gaman það . En það gekk betur að láta hann taka inn steratöflurnar sem eru leystar upp í vatni , og eru eins og hálfgert gos . Svo fóru piltarnir að sofa og ég braut loksins saman allan þvottinn sem var farinn að kalla hástöfum á mig .

Ég fór svo í vinnuna í morgun og þurfti svo að fara í bankann minn . Ég hafði nefnilega fengið tilkynningu um stofnun á nýjan greiðslureikning sem var nú allt í lagi nema hvað að ég fékk stofnun á 2 nýja reikninga og sitthvort nafnið á manninum sem á að vera með mér í þessari greiðsluþjónustu, sem sagt nafnið á manninum mínum og svo einhver Jón Jónsson út í bæ . HALLÓ. Er einhver heima hjá sumum af þessum stofnunum . Ég ætla sko ekki að fara að borga í greiðsluþjónustu með einhverjum öðrum en manninum mínum hvað þá að borga tvöfalda þjónustu . En þetta var svo lagað fyrir mig og allt í lagi með það . LoL

Um hádegið fórum við systa í klippingu og litun og vorum þar í 2 og hálfan tíma , en komum svo voða sætar og fínar aftur uppí vinnu og vinnudagurinn búinn hjá okkur þannig að það var bara haldið heim á leið . Þá fór eiginmaðurinn út með eldri soninn því að Þórdís okkar átti að sýna í leikriti og dans í skólanum með bekknum sínum .

Mig langaði líka að benda ykkur á eina síðu sem að vinkona mín er að gera . Þetta er svona uppskriftasíða með allskonar uppskriftum og mörgu góðgæti . En hún er nú bara rétt að byrja á henni þannig að það verður bara að vera þolinmóður við hana en það er eitthvað komið inn hjá henni . Ég ætla að láta hér linkinn hennar fyrir neðan ef að ég get það annars getið þið farið á síðuna hjá henni í gegnum tenglana mína . Hún er kölluð Snjóa , og þið lesið bara út úr því .

En núna ætla ég að kveðja því að hann litli minn er eitthvað lítill og pirraður . Bless , bless . Wink

Sorry , ég gat ekki sett inn slóðina hennar hérna þannig að þið þurfið bara að fara á hana í gegnum tenglana mína . Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband