Það sem var gert um páskana !!

Jæja , á ég að segja ykkur hvað ég og fjölskyldan mín gerðum um páskana ??Wink

Í fyrsta lagi var nú ósköp lítið gert . Styrmir var að vinna alla páskana nema Skírdag þá átti hann frí ótrúlegt en satt . Á Skírdag var að sjálfsögðu vaknað snemma eins og vaninn er á þessu heimili , fórum svo í heimsókn til tengdó um hádegið og vorum þar til klukkan að verða hálf 6 . Þar var ég að hjálpa tengdamömmu með tölvuna sína því að þau gátu ekki náð að senda póst á gömlu tölvunni sinni . Hringdum út um allar trissur til að fá upplýsingar um hvað væri að póstforritinu og komumst að því að það var orðið svo gamalt að það var ekki hægt að senda á því og það þyrfti að uppfæra það og að það væri líka búið að loka á póstinn því að þau voru að færa sig á milli símafyrirtækja . Hvað er eiginlega að fólki , ég hélt að það væri frelsi hér á Íslandi til að gera það sem maður vildi .

Komum svo heim og ég fór að elda Bayonneskinku handa okkur , en eitthvað var lystin hjá mér ekki neitt voðalega mikil og svo kom það á daginn að ég nældi mér í gubbuna Sick enn eina ferðina og nýbúin með þetta ógeð . Fór svo snemma að sofa því að mér leið alveg hræðilega alla nóttina og svo byrjaði Jón Arnór líka með þetta ógeð um 5 leytið um nóttina . En sem betur fer þá varð ekkert meir úr þessu hjá honum .

Vöknuðum svo um morguninn á Föstudaginn langa og slöppuðum af til hádegis , þá var haldið til tengdó enn og aftur til að reyna að fá botn í tölvuna og setja upp Office pakkann í nýju tölvuna þeirra . Gummi vinur Styrmis kom svo líka um 2 leytið að hjálpa okkur , því að hann er alger tölvuséní . Jæja hann setti upp nýja Office pakkann í nýju tölvuna en ekkert var hægt að gera með póstforritið því að þau mundu ekki lykilorðið til að komast inn á póstinn . Þannig að þau þurfa að fara niður í síma og fá upplýsingar um að komast inn í einhvern þjónustuvef og opna póstforritið aftur hjá sér . Vorum að stússast í þessu til klukkan að verða 5 og fórum þá beinustu leið heim því að ég ætlaði að gera djúpsteiktan fisk áður en Styrmir færi að vinna og tengdó ,Tóti og kærastan hans ætluðu að vera í mat hjá okkur . Ekki tókst mér að vera búin að elda áður en Styrmir fór að vinna svo að hann fór matarlaus í vinnuna , en hann ætlaði bara að kíkja heim seinna og fá sér mat . Þegar klukkan var um 7 þá birtist hann heim og gat þá fengið sér mat , því að það var ekkert að gera á þvottastöðinni og þeir þurftu bara að hanga þar og gera ekki neitt . Jæja svo fóru tengdó heim og strákarnir að sofa og ég að horfa á sjónvarpið og prjóna . Ég er nefnilega að prjóna peysu á hann Jón Arnór minn og ég þarf að fara að klára hana svo að hann geti nú notað hana eitthvað áður en hann verður vaxinn uppúr henni LoL .

Jæja á laugardeginum var vaknað um 8 leytið , ótrúlegt en satt . strákarnir horfðu á barnatímann og ég hringdi í pabba um hálf tíu og svo fórum við yfir til þeirra um 10 leytið . Þar voru strákarnir að leika sér í kubbunum og fengu svo brauð að borða og svo sofnaði Sigurður í rúminu hennar frænku sinnar og ég steinsofnaði í sófanum hjá þeim og við Sigurður sváfum í nánast 2 tíma . Mikið var nú gott að sofna svona . Hringdum svo í ömmu Möggu og fórum til hennar því að við vorum að fara að versla með henni . Svo þegar því var lokið þá keyrðum við Jóhönnu heim því að hún var að fara í saumaklúbb þá um kvöldið . Amma bauð svo mér og strákunum upp á KFC og við fórum svo með afganginn upp í vinnu til Styrmis svo að hann fengi eitthvað að borða og þyrfti ekki að svelta . Fórum svo heim og Sigurður fór að sofa um 8 leytið og við Jón Arnór horfðum á fjöskyldumyndina á stöð 2 og svo fór hann að sofa og ég að brjóta saman þvott (Það veitti nú ekki að því , búið að safnast saman í einu horninu hjá mér og beið eftir mér )Wink .Fór svo að sofa um 2 leytið .

Á Páskadag var nú vaknað fyrir 7 ( best að segja ekki neitt þegar þeir sofa lengur því að það kemur nú bara niður á manni daginn eftir )Grin. Jæja þeir borðuðu morgunmat en voru svo bara með leiðinda stæla við mömmu sína þannig að þeir fengu sko ekkert páskaegg þegar morgunmaturinn var búinn . Þeir horfðu svo á Söngvaborg ég veit ekki hvað oft og ég fór að undirbúa fyrir daginn því að vinir hans Styrmis ætluðu að koma um 1 leytið í heimsókn og horfa á fótboltann hjá okkur . Ég gerði túnfisksalat , heita salsasósu fyrir Dorritos og var svo með osta og vínber handa þeim . Sigurður sofnaði svo um 12 og svaf til klukkan að verða 2 . Um 3 leytið fór ég með strákana til hennar Ingu og þar fengum við rosa fína köku í kaffinu , hún Karen dóttir hennar átti nefnilega afmæli . Svo var okkur nú bara boðið í mat líka og það var ekkert smá gott læri sem við fengum . Fórum svo heim um hálf 8 og komum við hjá Styrmi í vinnunni og gáfum honum smá mat sem Inga og Sigurjón sendu okkur með til hans . Sigurður sofnaði svo fljótlega eftir að við komum heim og Jón Arnór fór að sofa um hálf 10 . Ég horfði á sjónvarpið og slakaði á fór svo að sofa .

Á annan í páskum vöknuðu strákarnir um 8 og horfðu svo á barnatímann í sjónvarpinu og ég mókti í sófanum . Tounge Sigurður sofnaði svo um 12 og Styrmir vaknaði um 2 leytið og ég fór í sturtu , við vorum nefnilega að fara í mat til tengdó um 4 leytið . Svo þegar Styrmir var nýbúinn í sturtu þá hringdi síminn og tengdamamma í símanum og sagði að maturinn væri til . Þá var nú sko sett í 5 gír og allir klæddir á mettíma og brunað af stað heim til þeirra . Þar voru allir komnir sem sagt : Berglind og Raggi og synir þeirra . Jón Arnór og Sigurður fóru svo að leika við þá á meðan að beðið var eftir matnum .Svo var sest til borðs og fyrst var aspassúpa í forrétt , svo kom grillað lambalæri sem var alveg geggjað gott og svo var eftirréttur með ís . mmmmmmSmile það var sko mikið borðað og spjallað og svo tók Tóti upp gítarinn og fór að spila . Hann Sigurður ætlaði nú bara að spila með honum og hélt hendinni bara fyrir svo að Tóti átti nú í mestu vandræðum við að spila en að lokum þá gafst hann Sigurður upp og Tóti fékk að spila óáreittur . Þá byrjuðu þeir frændur að dansa með tónlistinni og það var sko fyndið , hoppuðu um allar trissur  og hristu höfðin LoL . En svo leið tíminn og Styrmir var farinn að vinna og við fórum svo heim um hálf 8 því að það þurfti nú að koma þeim bræðrum í rúmið af því að það var leikskóli daginn eftir og ég í vinnu.

Það varð nú ekkert af því að fara í vinnu og leikskóla á þriðjudagsmorgni því um klukkan hálf 4 í nótt þá vaknaði ég við trítl í litlum fótum og þar var á ferðinni hann Sigurður minn og tilkynnti mér það að hann væri búinn að .......Ég fór því að skipta á honum og fékk algert áfall . Þetta var upp á maga og langt upp á bak og það rennandi . Sick Svo skalf grey barnið því að honum var svo kalt og það varð að skipta á öllu . Um morguninn hélt þetta áfram hjá barninu og ég held að það hafi farið um 20 bleyjur bara frá klukkan 8 um morguninn til klukkan 2 eftir hádegið . Jæja svo fór þetta að minnka sem betur fer . Jón Arnór fór svo út að leika sér við Alexander vin sinn og var úti alveg í 5 klukkutíma og ég vissi ekki af honum þeir voru svo góðir  að leika sér úti . Svo sauð ég fisk fyrir strákana og við Styrmir grilluðum okkur svínkótellettur . Svo fóru þeir að sofa og við að horfa á sjónvarpið . Tókum okkur Mr. Brooks á skjánum og urðum nú fyrir smá vonbrigðum því að það var búið að segja okkur að hún væri nú mjög góð en ekki fannst okkur það nú . En svona var nú mín saga um páskana og ég ætla að hætta núna því að ég þarf að eins að sinna prinsunum mínum og verð að skrifa kannski meira í dag um hvað er búið að vera að gerast síðustu daga .

Kveð ykkur í bili . Bless,bless.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband